Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Slegið á höndina

Eftir síðustu hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands er spurning hvort loksins fari fólk að slaka á í sínum fjárfestingum og eyðslu.  Mér finnst persónulega magnað hversu margir "geta" mætt helgi eftir helgi í Smáralind eða Kringluna, eða staðið fyrir utan opnun á nýrri stórverslun og labbað síðan út með "bestu tilboðin". Hvaðan koma allir þessir peningar sem fólk er að eyða?  NB við erum að eyða peningum þegar við borgum, ekki að græða þá eins og sumir vilja halda.

Nú verð ég að viðurkenna að ég flokkast væntanlega í þann hóp sem kallast millistétt, er einhversttaðar í þeim stóra hópi manna sem er að berjast við að greiða greiðslusamningin, leikskólann , matinn í grunnskólanum osfrv.  Það litla sem fellur aukalega til er síðan notað í föt á börnin eða eitthvað annað nauðsynlegt.  Ef ég ætlaði að fara að taka upp þessar æfingar þá þyrfti ég væntanlega að fara að biðja um myndarlegri yfirdrátt, fara að ná mér í plast í fleiri gerðum og þar fram eftir götunum.  Og til hvers?  Er það virkilega svona massíft að geta horft á blue-ray eða setið í upphituð leðursæti í bílnum?

Fyrr eða síðar þá kemur að skuldadögum, og í dag vill Seðlabanki Íslands að við hættum að eyða.  Ég helda að það sé nokkurn veginn ljóst.  Það versta í þessu er að ef þeir sem slepptu því að mæta í Smáralindina um helgina sátu fyrir framan sjónvarpið og horfðu á Silfur Egils í staðinn eru komnir með lausn á þessu skammi frá Seðlabankanum.  Þar var prófessor frá Háskólanum sem vildi meina að aðgerðir SB væru ætlaðar til að lækka verðbólgu en þær aðgerðir skiluðu ekki árangri.  Ástæðan:  Jú verðbólguvísitalan er samsett aðallega úr olíu og fasteignum.  Eitthvað sem við höfum lítil sem engin áhrif á.  Ef þetta tvennt er tekið út fyrir sviga þá er allt hér í lukkunar velstandi og engin vebólga.  Óþarfa vaxtahækkanir trekk í trekk eru teknar með bundið fyrir augun. 

Þar sem fólk er ekki að versla olíu eða fasteignir í Smáralind þá er þetta bara allt í lagi, næstu helgi verður eflaust erfitt að ná í stæði nógu nálægt helstu verslunarkjörnum. Á meðan sit ég heima hristi hausinn og yppi öxlum.


Er hanttræn hlýnun svindl?

RÚV sýndi í gærkvöldi heimildarmyndina Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle.  Þetta var að mörgu leyti merkilegur þáttur þar sem settar voru fram kenningar um að aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu væri ekki ástæða hlýnunar, heldur væri hlýnun jarðar orsök hækkunar CO2 og hlýnunin ætti sér eðlilegar ástæður.  Meginástæða þeirrar umræðu um hnattræna hlýnun samkvæmt þáttarstjórnendum væri að stórum hluta fégræðgi pólitískra afla sem vildu gera allt til að koma sínu efni að.  Þetta teygði sig síðan alla leið inn á fréttamiðla sem gætu ekki lengur hætt að fjalla um málið þar sem fréttaflutningur í dag byggðist á því að hlýnun jarðar væri af manna völdum.

Á sínum tíma sá ég Inconvenient Truth með Al Gore og leist mjög vel á frekar einfalda og þægilega framsetningu hans.  En öfugt við ofangreindan þátt, byggði Gore sýnar kenningar á því að losun CO2 í andrúmsloftið væri orsök hitaaukningar.  Nú er spurning hvor hefur rétt fyrir sér, Gore eða afhjúpararnir?  Og munum við eftir 5-10 ár horfa til baka og segja "Já, djö... að trúa þessu með hlýnunina maður, við hefðum bara átt að kaupa okkur jeppa!".  Eða munum við sjá eftir þessu öllum saman?

 

globalwarming


Umferðin

23082006.jpg

Það að ferðast í bíl frá Hafnarfirði til Kópavogs á morgnana virka daga er allt annað en einfalt.   Að jafnaði taka þessi herlegheit að lágmarki 10-15 mínútur þrátt fyrir að um einungis sé um fáeina kílómetra að ræða.  Þetta getur auðveldlega farið vel yfir það. 

Eftir tvíbreikkun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð virtist málið leysast að einhverju leiti.  En það var eingöngu til þess að færa tappann nær Kaplakrika þar sem einbreiður vegur tók við í gegnum Garðabæ.  Nú er fyrrnefnd tvíbreikkun varla farin að anna umferð og mega ekki lítil skakkaföll eiga sér stað til að teppur eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna fylgja í kjölfarið.  Ég bind miklar vonir við þá tvíbreikkun sem á sér stað núna í gegnum Garðabæinn en það virðist vera eins og þetta sé verk sem ætli aldrei að enda.  Allavega hefur þar lítið gerst fyrir leikmann eins og mig í allt sumar fyrir utan undirbúning mislægra gatnamóta við IKEA skrímslið.  Annað hefur legið nánast óhreyft.   Er ekki tími til kominn að klára?

En aftur að umferðinni.  Þegar ekið er inn í minn heimabæ Hafnarfjörð er merkilega þröng aðkoma sem mætir manni.  Reykjavíkurveginn er búið að mata með eyjum, bílastæðum og breikkuðum gangbrautum þannig að það þarft framhaldsnámskeið í ökuleikni til að koma sér niður að miðbæ.  Þetta verðu seint kölluð skemmtileg heimreið, eins og þeir segja 'there is no second impression'.  Ef við Hafnfirðirngar ætlum að markaðssetja okkar bæ sem vænlegan kosti fyrir framtíðar íbúa þá ættum við að byrja á byrjuninni sem er innkeyrslan inn í Hafnarfjörð. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband