Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvað tekur svo við?

Nú hafa mótmæli staðið yfir nánast sleitulaust frá síðasta þriðjudegi, búsáhaldabyltingin eins og sumir kalla það.  Fólk hefur barið bumbur og ljósastaura til að láta í ljos óánægju sína.  Það að krefjast breytinga og uppskera það sem hefur orðið nú, hlýtur að vera ákveðin viðurkenning fyrir mótmælendur.  En áfram er haldið að mótmæla. 

Dæmið er hinsvegar ósköp einfalt, við getum mótmælt þeim sem eru búnir að standa vaktina, og við getum haldið áfram að mótmæla þeim sem komu okkur í þessi vandræði.  En fyrr eða síðar verðum við að hætta að mótmæla og gera okkur grein fyrir þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.  Hann er óháður þeim sem sitja við völd og verður ekki mótmælt.  Sama hversu mikið við viljum.  Hef einhvernveginn á tilfinningunni að þessi veggur eigi eftir að reynast ansi mörgum harður.


Armbeygju áskorun

Hérna í vinnunni er það nýjasta nýtt að skora á vinnufélagana í armbeygjukeppni, og það enga smá.   Markið er sett á eitt hundrað stykki og skal fylgja þar til gerðum leiðbeniningum að  takmarkinu. 

Hundrað armbeygjur, það er væntanlega ágætt að geta beygt sig niður og ýtt sér upp aftur það oft í einu. Set hinsvegar spurningamerki við svona áskoranir. Yfirleitt endast þær varla lengur en vannýtt þriggja mánaðakort.  Það er hálf ömurlegt að hafa spanderað pening í hálf ónýtt kort til að mæta einungis næstu áramót til að endurtaka leikinn.  Spurning hvaða áskorun verði hér næsta haust, eða áramót :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband