Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Sumarið er komið aftur!

Jæja loksins kom sumarið aftur eftir hektískt frostakast.  Það sér talsvert á gróðri og völlurinn minn er orðinn gulari en hann var fyrir 2 vikum síðan, sérstakelga í karganum.  Það er óhætt að segja að gróður hefur hoppað c.a. 2 vikur til baka í þessu kasti.  Hinsvegar var þetta ágætt þar sem ég spilaði einn minn bezta hring um helgina, 77 högg á Hvaleyrinni.  Ekki slæmt og vonandi fyrirheit um gott golfsumar.  Einnig prófaði ég Setbergsvöllinn á föstudaginn.  Hann á aðeins eftir í land með grínin, en þau voru að mínu mati mjög mishröð.  Hinsvegar býður Setbergið upp á skemmtilegt landslag fyrstu 2 holurnar og síðan þær holur sem liggja að hrauninu.  Einnig býður 9/18 alltaf upp á djarfan leik þar sem hún er frekar stutt par 5. 

 


Ný golf bók

Sem mitt fyrsta blogg langar mig að ræða um bókina 7 laws of the golf swing.  Þetta ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hvernig blogg verða birt hér.

Það má segja að þessi bók byggi svolítið á 5 fundamentals eftir Ben Hogan og er vitnað í hana í innganginum.  Hér er farið mjög nákvæmlega yfir grip, stöðu, fótavinnu og baksveiflu svo eitthvað sé nefnt.  Myndirnar í bókinni eru á köflum magnaðar og gefa mann góða mynd til að nota þegar komið er út á æfingasvæði.  T.d. er myndin af gasi sem lekur í gegnum grip mjög góð sem og mynd af gormum í stað fóta í squat æfingunni. 

Þeir sem eiga eða hafa lesið 5 fundamentals ættu að næla sér í eintak af 7 laws þar sem hún er nokkurs konar add on á þá bók.

Þessi bók fær nánast fullt hús hjá mér, það sem að mínu mati dregur hana niður er of mikið tal um læknisfræði sem á köflum er villandi og ekki alveg rétt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband