Færsluflokkur: Dægurmál

Næstu 3 mánuðir

Það er langt síðan maður hefur bloggað, enda hefur verið hálfgert system overload af bloggi undanfarið.  Bloggsíður hafa sprottið upp eins og gorkúlur og engu líkara en að nýjasta útrásarformið (þá meint sem útrás fyrir tilfinningar) sé að skrifa um sínar upplifanir á bloggsíðu.  Spurning hvort þetta hafi tilætluð áhrif og fækki ávísunum lyfseðla, en oft á tíðum er eins og fólk komist í enn meiri ham við sín bloggskrif.

Snjór um jólin hérna á höfuðborgarsvæðinu var kærkomin og þó þetta sé bara föl þá gefur hún ákveðna stemmingu sem einkennir þennan tíma.  Næstu daga á að rigna.  En nóg um veðrið

Hvernig verða fyrstu 3 mánuðir næsta árs? Þetta er spurning sem maður heyrir æ oftar.  Helstu tölur eiga víst eftir að versna.  Fleiri eiga eftir að mæla göturnar.  Alvara kemst á ýtrustu úrræði húsnæðiseigenda. Einn sagði mér að annaðhvort Kringla eða Smáralind yrði tóm eftir árið.  Þá var ekki átt við viðskiptavini. Vonandi, hugsar maður, vonandi rætist þetta ekki.  Mér persónulega er sama um of-aukningu á verslunum.  En með persónulega hagi fjölskyldna er væntanlega engum sama. 

Undanfarin ár hafa verið flestum einstaklingum góð.  Nánast hver einasti ökuskírteiniseigandi hefur getað verslað sér sinn draumabíl óháð staðgreiðslu. Ýmis viðtæki, eins og tjaldvagnar og hjólhýsi hafa verið hengd aftan í þessa vagna.  Heimili hafa verið uppfærð eða endurnýjuð með lítilli aukningu á greiðslubyrði og áhætta tekin á hlutabréfamörkuðum þrátt fyrir litlar forsendur eða getu til þátttöku.  Þetta er þó ekki ástæða kreppunar.  Hinsvegar kemur hún illa við þá sem tóku mikinn þátt í skuldsetningum, og sérstaklega þá sem flugu hæst.

Næstu 3 mánuðir munu því miður líklegast draga tennurnar úr flestum sem standa höllum fæti peningalega séð, sérstaklega þeim sem hafa misst vinnu og eru illa fjármagnaðir.  Hvernig tekið verður á vanda þeirra og hvernig  komið verður í veg fyrir slíkt aftur mun móta okkar framtíðar þjóðfélag.  Næstu 3 mánuðir verða mikilvægir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband