Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Dagurinn í dag

Daginn í dag er mjög mikilvægt að nota.  Það er sjaldgæft og hefur verið sjaldgæfara síðustu ár að fólk virkilega þakki fyrir daginn í dag og upplifi sig sem heppna lífveru að fá þessa 24 tíma í viðbót við sitt líf. Gæti verið að að hluta til sé þetta vegna þess að líf okkar er að lengjast?  Hér áður fyrr áttum við eingöngu að verða 40-50 ára en í dag er sá tími mun lengri og er fólk oft við hestaheilsu fram á áttræðisaldur. 

Núna hellast yfir mann allskyns leiðindafréttir eins og þungur foss úr hæstu hæðum.  Hokinn gengur maður um daginn hugsandi um leiðinlegar stórkuldir þjóðarinnar og slæmt orðsport.  Það er auðvelt í þessu að gleyma því sem er manni mikilvægast, eins og til dæmis dagurinn í dag.  Við eigum að nýta þann tima sem okkur er gefinn en ekki taka hann sem gefinn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband