Armbeygju áskorun

Hérna í vinnunni er það nýjasta nýtt að skora á vinnufélagana í armbeygjukeppni, og það enga smá.   Markið er sett á eitt hundrað stykki og skal fylgja þar til gerðum leiðbeniningum að  takmarkinu. 

Hundrað armbeygjur, það er væntanlega ágætt að geta beygt sig niður og ýtt sér upp aftur það oft í einu. Set hinsvegar spurningamerki við svona áskoranir. Yfirleitt endast þær varla lengur en vannýtt þriggja mánaðakort.  Það er hálf ömurlegt að hafa spanderað pening í hálf ónýtt kort til að mæta einungis næstu áramót til að endurtaka leikinn.  Spurning hvaða áskorun verði hér næsta haust, eða áramót :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband