Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Nýjar leiðir í stjórnmálum

Við sem þegnar þessa þjóðfélags höfum lítið fengið að taka þátt í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað vegna kreppunnar. Það er styrkjandi fyrir lýðræðið og gefur mun meira til baka þegar hægt er að taka þátt í umræðu og koma með innlegg sem hægt er að taka tillit til og rökræða á einhvern hátt.
Stjórnmálaflokkar sem senda sína fulltrúa í kosningar til að stjórna landi, hafa verið einstaklega lokuð fyrirbrigði. Undirritaður hefur tekið þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki góða reynslu af, hálfgerð skoðunarfælni á sér stað þar og grasrót orð sem ekki má viðhafa of hátt. Málið er að til að gera fólk virkt í umræðu og þátttöku á lausn vandans eins og sumir ríkisstjórnar-liðar vilja endilega leggja fram er nauðsynlegt að gera það ekki að einhliða verkefni. Opna verður grundvöll fyrir því að þeir sem hafa eitthvað til málana að leggja, stórt eða smátt, geti komið því á framfæri.

Í mínum huga eru 2 leiðir færar hér. Sú fyrri er gamaldagsleiðin og virkar á þann hátt að fólk mætir á sama stað (iðulega húsakynni stjórmálaflokka) og tjáir sig og tekur þátt í umræðu. Leggja þyrfti niður þá hallelúja stemmingu sem hefur einkennt minn flokk til að þetta takist með einhverju móti og oddvitar þurf að „fara niður“ til fólksins á þann hátt að taka þátt í umræðunni í staðinn fyrir endalaust að halda að þeir geti leitt hana. Seinni leiðin væri að nýta sér tæknina. Mér finnst það hreinlega ótrúlegt enn í dag að á einhvern hátt sé ekki hægt að tjá sig á netinu í gegnum stjórnmálaflokka. Ef farið er inn á xd.is er engin leið að koma skoðunum sínum á framfæri eða taka þátt í neinni umræðu á skipulagðan hátt. Ég get hinsvegar á stuttum tíma rætt stöðu einstakra liða í ensku úrvalsdeildinni út í þaula á íslenskum spjallsíðum sem er þokkalega vel stjórnað. Mörgum af þessum síðum er haldið út í sjálfboðavinnu. Þetta hlýtur að skjóta skökku við og að mínu mati sínir ákveðið metnaðarleysi stjórnmálaflokka og það að þetta sé top-down stemming sem ræður ríkjum en ekki bottum-up. Valdið á að koma frá kjósendum en ekki öfugt eins og virðist vera núna. Hugmyndir í dag og umræða á að koma þaðan og þátttaka í þeim á að vera allra, dyrum á ekki að vera lokað og þögnin ekki að ráða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband