Færsluflokkur: Íþróttir
Innkaup á netinu
26.11.2007 | 14:46
Ég mæli með því að sérstakt ráðuneyti, nefnd eða stuðningshópur verði settur á laggirnar fyrir þá sem versla á netinu. Sérstaklega þegar verslað er á netinu utan Íslands. Það er ekki nóg með að sver flutningskostnaður bætist oft á tíðum við vöruna, heldur er smurt á gjöldum hér og þar við komuna til landsins. Hvað er svona STÓR-hættulegt við það að venjulegt fjölskyldufólk geti farið í beina samkeppni við verslanir hér á landi og keypt vörur í gegnum smásöluaðila erlendis hagstæðar en verið er að bjóða hér í verslunum? Er það eitthvað annað en heilbrigð samkeppni? Þarf ríkið endilega að fara að setja einhverja flókna tálma á innflutning á einum DVD disk hjá mér svo að ég hrökklist frekar í Elko eða Hagkaup og kaupi hann frekar þar? Eða þá velji skólatösku á 11.900 í Eymundsson í stað þess að kaupa hana á 500 krónur danskar á netinu? Er ekki kominn tími á smá samkeppni á þessum markaði og fella niður bullgjöld á fjölskyldur?
(Þetta er síðan fyrir utan það vandamál sem er að fá pakka í gegnum Íslandspóst sem virðist engann veginn anna eftirspurn og hef ég lent í því að endursending á vöru hafi komið á sama tíma heim til mín og upphaflega sendingin.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræði í stjórnmálum
24.10.2007 | 10:58
Sem virkur þátttakandi i stjórnmálum frá árinu 2002 spyr maður sig stundum hversu auðvelt er að láta lýðræði vera hluti af hefðbundnu flokksstarfi. Er það sjálfgefið að stjórnmálaflokkar láti grasrótina blómstra og almenn skoðanaskipti milli flokkssystkina séu grunnur að málefnum og stefnu flokks í t.d. bæjarmálum? Væntalega væri það kallað umræðupólitík, eða lýðræðisleg stjórnmálaumræða.
Eða er eðlilegra að hafa sterkan leiðtoga sem vísar vegin og "kennir" grasrótinni hvernig á að hugsa? Leiðtogapólitík væri það væntanlega kallað.
Í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, finnst mér hvorugt fyrirfinnast. Þar hefur ekki verið virk grasrót sem kastar milli sín stjórnmálaskoðunum, eða nýjustu bæjarmálum svo árum skiptir. Þar er heldur ekki oddviti eða leiðtogar sem hitta flokksmenn með reglulegu millibili til að ræða málin. Er það ekki í daglegu tali þá kallað útfararpolitík?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðlag á golfgræjum á Íslandi
24.7.2007 | 09:28
Það er gaman að bera saman verð á mismunandi hlutum hér á Íslandi við önnur lönd. Þar sem ég er í golfi og er að velta fyrir mér nýju setti þá var það ekki úr vegi að bera saman það sem ég hafði fengið í hendur hér og fara á netið og sjá hvað sömu græjur kostuðu t.d. í USA. Ég ákvað að velja mér Ben Hogan Apex sett sem kostar 94.000 krónur hér (ein verzlun ætlaði að rukka mig reyndar 97.000) og vildi hafa þetta í nýjum poka og fann Ogio pokann sem mig langaði í á 24.000 krónur. Saman gerir þetta 118.000 krónur.
Gengi dollars í dag er 59,71. Ef við skoðum svo nákvæmlega sama sett á vef verzlunar sem er rekin víðsvegar um Bandaríkin þá kostar umrætt sett þar 749$, umreiknað í krónur 44.723. Sami Ogio poki er til þar og hann kostar 149$, sem gera 8.897. Samanlagt er þetta 53.620 sem er rúmlega helmingi ódýrara en að kaupa þetta hér. Svo er ég að kvarta undan matarverðinu ;)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðlag í matvöruverzlunum
23.7.2007 | 09:47
Fyrir uþb 15 árum sat á á skólabekk í HÍ og hlustaði á fyrirlestur Ágústar Einarssonar sem þá var að kenna okkur 1. ársnemum í viðskiptafræði rekstrarhagfræði. Hann var mjög vel að sér í fræðunum og kom þessu vel frá sér. Átti hann það oftar en ekki til að ræða um nálgun Jóhannesar Jónssonar inn á smásölumarkaðinn á Íslandi og hvernig hann hafði séð tækifæri sem aðrir hefðu virt að vettugi. Tækifærin fólust m.a. í því að skera niður og spara eins og mögulegt væri kostnað í kringum verzlunarrekstur og tryggja þar með lægra verð til neytenda. Mér fannst þetta stórmerkilegt og ákvað að skella mér eina ferð í Bónus, bara til að skoða hvað maðurinn væri að fara. Búðin sem ég valdi var í Hafnarfirði, gamla Kostakaupshúsið ef einhver man eftir því. Það var eitthvað til í því sem Ágúst var að segja, húsnæðið bar það með sér að vera ódýrt, lítið verið gert til að gera það aðlaðandi og gangarnir milli rekka voru það þröngir að varla var hægt að komast með 1 kerru þar á milli hvað þá 2. Vöruflutningarbretti voru á víð og dreif í búðinni með vörunum á og hafði verið rétt svo tekið utan af þeim áður en þau voru keyrð inn í búðina og verðmerkt. Það voru á köflum bretti upp í hillum. Þjónusta var síðan enginn, og ekki yrt á mann á kassa og helst reynt að hrúga vörum kúnnans á eftir manni yfir manns eigin svo mikill var hamagangurinn. Já og kassarnir voru bara 2-3 þannig að langar raðir mynduðust.
Í dag er starfrækt Bónus verzlun í hverfinu mínu við Velli í Hafnarfirði. Það er satt best að segja talsvert annað hljóð í strokknum þar en í gamla Kostakaups-Bónus frá 1992. Mikið pláss er í þessari búð og greinilega ekkert verið til sparað þegar húsnæðið var skipulagt. Þetta er björt og fín verzlun og sjaldgæf sjón að sjá þar vörubretti nema eitthvað sérstakt tilboð sé í gangi. Gangar milli rekka eru breiðir og hreinlega ánægjulegt að verzla þar plús það að afgreiðslufólkið er allt hið hressasta og hjálplegasta, það er líka ekki af skornum skammti eins og fyrir 15 árum. Í raun minnir þessi verzlun mun meira á Fjarðarkaup eða 10-11 heldur en þá Bónus verzlun sem byrjað var með fyrir einhverjum áratugum. Þannig að eitthvað hefur reikningsdæmið snúist við á þessum 15 árum og kostnaður sem skera átti niður til að skila lægra verði, lekið inn aftur af því er virðist. Getur verið að það sé ástæðan fyrir því að við séum að kvarta undan hærra vöruverði, því einhversstaðar verða tekjur að koma á móti gjöldum. Eða það vildi Ágúst alla vegana meina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hogan hefði ekki kvartað
13.6.2007 | 11:19
Um rúmu ári eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi vann Ben Hogan U.S. Open, en fætur hans fóru mjög illa í slysinu. Hann þurfti á mikilli meðferð að halda fyrir hvern hring, en ræddi það aldrei, heldur spilaði frábært golf þá fáu hringi sem hann spilaði hvert ár eftir slysið.
Það er gaman að bera svona goðsögn saman við kylfinga dagsins í dag sem mega ekki fá eymsl í úlnlið án þess að gera úr því fréttamat. Mickelson ætti að ræða minna um meiðslin og meira um golfið og láta það tala á vellinum á fimmtudaginn.
Mickelson hefur lítið getað æft vegna meiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Huldukind í Feneyjum
11.6.2007 | 20:13
Eftir að hafa horft á innslag í Kastljósinu nú rétt í þessu um listamann sem tók þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Íslands hönd er ég með eitt alveg á hreinu. Ég veit ekkert hvað list er lengur! Umræddur listamaður sýndi huldukind sem hann hafði fengið í gegnum miðil, eða það var kynnt þannig. Hún var geymd í huldukinda-geymslu sem hann hafði fengið smíðaða fyrir sig. Svo voru þarna álfaskór sem hann hafði líka fengið unna fyrir sig og þetta var allt eftir þessu. Á tímabili fannst mér listamaðurinn uppgötva fjarstæðu umræðunnar sem hann var að kynna og fá kjánahroll því hann lék um mig allan tímann sem verið var að sýna frá þessu.
Það er langt síðan ég keypti mér síðast listaverk, þá málað á striga með olíulitum af listamanni sem hjólaði með það hálfþornað til mín í Kaupmannahöfn til að sýna mér það. Sjálfur hjólatúrinn hefur eflaust verið list útaf fyrir sig. Ekki veit ég hvað menn eru að fá fyrir huldukindur og álfaskó í dag, en eitt er víst. Ég tek ekki þátt í þeirri eftirspurn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Velkominn í kerfið
7.6.2007 | 16:26
Lenti í því um daginn að leggjast inn á spítala. Var þar í tæpa viku. Umhugsun og hjúkrun var með besta móti en þegar kom að greiningu og læknaviðtölum þá leið mér eins og skinnkupakka á færibandi. Félagi minn sem er ansi vel tengdur inn í heilbrigðisgeirann bauð mig "velkominn í kerfið, svona væri þetta bara". Er það nauðsynlegt og mun þetta breytast með nýju hátæknisjúkrahúsi? Þetta mætti eflaust laga án þess að tengja það húsnæði eða hátækni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikmannakaup Liverpool
29.5.2007 | 09:35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í samræmi við hin Norðurlöndin
5.3.2007 | 08:37
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VSK lækkun af matvöruverði
26.2.2007 | 11:10
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)