Ný golf bók
24.5.2006 | 10:39
Sem mitt fyrsta blogg langar mig að ræða um bókina 7 laws of the golf swing. Þetta ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hvernig blogg verða birt hér.
Það má segja að þessi bók byggi svolítið á 5 fundamentals eftir Ben Hogan og er vitnað í hana í innganginum. Hér er farið mjög nákvæmlega yfir grip, stöðu, fótavinnu og baksveiflu svo eitthvað sé nefnt. Myndirnar í bókinni eru á köflum magnaðar og gefa mann góða mynd til að nota þegar komið er út á æfingasvæði. T.d. er myndin af gasi sem lekur í gegnum grip mjög góð sem og mynd af gormum í stað fóta í squat æfingunni.
Þeir sem eiga eða hafa lesið 5 fundamentals ættu að næla sér í eintak af 7 laws þar sem hún er nokkurs konar add on á þá bók.
Þessi bók fær nánast fullt hús hjá mér, það sem að mínu mati dregur hana niður er of mikið tal um læknisfræði sem á köflum er villandi og ekki alveg rétt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.