Sumarið er komið aftur!
29.5.2006 | 08:47
Jæja loksins kom sumarið aftur eftir hektískt frostakast. Það sér talsvert á gróðri og völlurinn minn er orðinn gulari en hann var fyrir 2 vikum síðan, sérstakelga í karganum. Það er óhætt að segja að gróður hefur hoppað c.a. 2 vikur til baka í þessu kasti. Hinsvegar var þetta ágætt þar sem ég spilaði einn minn bezta hring um helgina, 77 högg á Hvaleyrinni. Ekki slæmt og vonandi fyrirheit um gott golfsumar. Einnig prófaði ég Setbergsvöllinn á föstudaginn. Hann á aðeins eftir í land með grínin, en þau voru að mínu mati mjög mishröð. Hinsvegar býður Setbergið upp á skemmtilegt landslag fyrstu 2 holurnar og síðan þær holur sem liggja að hrauninu. Einnig býður 9/18 alltaf upp á djarfan leik þar sem hún er frekar stutt par 5.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.