Velkominn í kerfið
7.6.2007 | 16:26
Lenti í því um daginn að leggjast inn á spítala. Var þar í tæpa viku. Umhugsun og hjúkrun var með besta móti en þegar kom að greiningu og læknaviðtölum þá leið mér eins og skinnkupakka á færibandi. Félagi minn sem er ansi vel tengdur inn í heilbrigðisgeirann bauð mig "velkominn í kerfið, svona væri þetta bara". Er það nauðsynlegt og mun þetta breytast með nýju hátæknisjúkrahúsi? Þetta mætti eflaust laga án þess að tengja það húsnæði eða hátækni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.