Huldukind í Feneyjum

Eftir að hafa horft á innslag í Kastljósinu nú rétt í þessu um listamann sem tók þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Íslands hönd er ég með eitt alveg á hreinu.  Ég veit ekkert hvað list er lengur!  Umræddur listamaður sýndi huldukind sem hann hafði fengið í gegnum miðil, eða það var kynnt þannig.   Hún var geymd í huldukinda-geymslu sem hann hafði fengið smíðaða fyrir sig.  Svo voru þarna álfaskór sem hann hafði líka fengið unna fyrir sig og þetta var allt eftir þessu.  Á tímabili fannst mér listamaðurinn uppgötva fjarstæðu umræðunnar sem hann var að kynna og fá kjánahroll því hann lék um mig allan tímann sem verið var að sýna frá þessu. 

Það er langt síðan ég keypti mér síðast listaverk, þá málað á striga með olíulitum af listamanni sem hjólaði með það hálfþornað til mín í Kaupmannahöfn til að sýna mér það.  Sjálfur hjólatúrinn hefur eflaust verið list útaf fyrir sig.  Ekki veit ég hvað menn eru að fá fyrir huldukindur og álfaskó í dag, en eitt er víst.  Ég tek ekki þátt í þeirri eftirspurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband