Hogan hefði ekki kvartað
13.6.2007 | 11:19
Um rúmu ári eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi vann Ben Hogan U.S. Open, en fætur hans fóru mjög illa í slysinu. Hann þurfti á mikilli meðferð að halda fyrir hvern hring, en ræddi það aldrei, heldur spilaði frábært golf þá fáu hringi sem hann spilaði hvert ár eftir slysið.
Það er gaman að bera svona goðsögn saman við kylfinga dagsins í dag sem mega ekki fá eymsl í úlnlið án þess að gera úr því fréttamat. Mickelson ætti að ræða minna um meiðslin og meira um golfið og láta það tala á vellinum á fimmtudaginn.
Mickelson hefur lítið getað æft vegna meiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.