Er hanttræn hlýnun svindl?

RÚV sýndi í gærkvöldi heimildarmyndina Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle.  Þetta var að mörgu leyti merkilegur þáttur þar sem settar voru fram kenningar um að aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu væri ekki ástæða hlýnunar, heldur væri hlýnun jarðar orsök hækkunar CO2 og hlýnunin ætti sér eðlilegar ástæður.  Meginástæða þeirrar umræðu um hnattræna hlýnun samkvæmt þáttarstjórnendum væri að stórum hluta fégræðgi pólitískra afla sem vildu gera allt til að koma sínu efni að.  Þetta teygði sig síðan alla leið inn á fréttamiðla sem gætu ekki lengur hætt að fjalla um málið þar sem fréttaflutningur í dag byggðist á því að hlýnun jarðar væri af manna völdum.

Á sínum tíma sá ég Inconvenient Truth með Al Gore og leist mjög vel á frekar einfalda og þægilega framsetningu hans.  En öfugt við ofangreindan þátt, byggði Gore sýnar kenningar á því að losun CO2 í andrúmsloftið væri orsök hitaaukningar.  Nú er spurning hvor hefur rétt fyrir sér, Gore eða afhjúpararnir?  Og munum við eftir 5-10 ár horfa til baka og segja "Já, djö... að trúa þessu með hlýnunina maður, við hefðum bara átt að kaupa okkur jeppa!".  Eða munum við sjá eftir þessu öllum saman?

 

globalwarming


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband