Verðlag á golfgræjum á Íslandi
24.7.2007 | 09:28
Það er gaman að bera saman verð á mismunandi hlutum hér á Íslandi við önnur lönd. Þar sem ég er í golfi og er að velta fyrir mér nýju setti þá var það ekki úr vegi að bera saman það sem ég hafði fengið í hendur hér og fara á netið og sjá hvað sömu græjur kostuðu t.d. í USA. Ég ákvað að velja mér Ben Hogan Apex sett sem kostar 94.000 krónur hér (ein verzlun ætlaði að rukka mig reyndar 97.000) og vildi hafa þetta í nýjum poka og fann Ogio pokann sem mig langaði í á 24.000 krónur. Saman gerir þetta 118.000 krónur.
Gengi dollars í dag er 59,71. Ef við skoðum svo nákvæmlega sama sett á vef verzlunar sem er rekin víðsvegar um Bandaríkin þá kostar umrætt sett þar 749$, umreiknað í krónur 44.723. Sami Ogio poki er til þar og hann kostar 149$, sem gera 8.897. Samanlagt er þetta 53.620 sem er rúmlega helmingi ódýrara en að kaupa þetta hér. Svo er ég að kvarta undan matarverðinu ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.