Innkaup á netinu

Ég mæli með því að sérstakt ráðuneyti, nefnd eða stuðningshópur verði settur á laggirnar fyrir þá sem versla á netinu.  Sérstaklega þegar verslað er á netinu utan Íslands.  Það er ekki nóg með að sver flutningskostnaður bætist oft á tíðum við vöruna, heldur er smurt á gjöldum hér og þar við komuna til landsins. Hvað er svona STÓR-hættulegt við það að venjulegt fjölskyldufólk geti farið í beina samkeppni við verslanir hér á landi og keypt vörur í gegnum smásöluaðila erlendis hagstæðar en verið er að bjóða hér í verslunum?  Er það eitthvað annað en heilbrigð samkeppni?  Þarf ríkið endilega að fara að setja einhverja flókna tálma á innflutning á einum DVD disk hjá mér svo að ég hrökklist frekar í Elko eða Hagkaup og kaupi hann frekar þar?  Eða þá velji skólatösku á 11.900 í Eymundsson í stað þess að kaupa hana á 500 krónur danskar á netinu?  Er ekki kominn tími á smá samkeppni á þessum markaði og fella niður bullgjöld á fjölskyldur?

(Þetta er síðan fyrir utan það vandamál sem er að fá pakka í gegnum Íslandspóst sem virðist engann veginn anna eftirspurn og hef ég lent í því að endursending á vöru hafi komið á sama tíma heim til mín og upphaflega sendingin.FootinMouth)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband