Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
Umferðin
23.8.2006 | 09:27
Það að ferðast í bíl frá Hafnarfirði til Kópavogs á morgnana virka daga er allt annað en einfalt. Að jafnaði taka þessi herlegheit að lágmarki 10-15 mínútur þrátt fyrir að um einungis sé um fáeina kílómetra að ræða. Þetta getur auðveldlega farið vel yfir það.
Eftir tvíbreikkun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð virtist málið leysast að einhverju leiti. En það var eingöngu til þess að færa tappann nær Kaplakrika þar sem einbreiður vegur tók við í gegnum Garðabæ. Nú er fyrrnefnd tvíbreikkun varla farin að anna umferð og mega ekki lítil skakkaföll eiga sér stað til að teppur eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna fylgja í kjölfarið. Ég bind miklar vonir við þá tvíbreikkun sem á sér stað núna í gegnum Garðabæinn en það virðist vera eins og þetta sé verk sem ætli aldrei að enda. Allavega hefur þar lítið gerst fyrir leikmann eins og mig í allt sumar fyrir utan undirbúning mislægra gatnamóta við IKEA skrímslið. Annað hefur legið nánast óhreyft. Er ekki tími til kominn að klára?
En aftur að umferðinni. Þegar ekið er inn í minn heimabæ Hafnarfjörð er merkilega þröng aðkoma sem mætir manni. Reykjavíkurveginn er búið að mata með eyjum, bílastæðum og breikkuðum gangbrautum þannig að það þarft framhaldsnámskeið í ökuleikni til að koma sér niður að miðbæ. Þetta verðu seint kölluð skemmtileg heimreið, eins og þeir segja 'there is no second impression'. Ef við Hafnfirðirngar ætlum að markaðssetja okkar bæ sem vænlegan kosti fyrir framtíðar íbúa þá ættum við að byrja á byrjuninni sem er innkeyrslan inn í Hafnarfjörð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tiger á toppnum
21.8.2006 | 16:23
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)