Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Lýðræði í stjórnmálum
24.10.2007 | 10:58
Sem virkur þátttakandi i stjórnmálum frá árinu 2002 spyr maður sig stundum hversu auðvelt er að láta lýðræði vera hluti af hefðbundnu flokksstarfi. Er það sjálfgefið að stjórnmálaflokkar láti grasrótina blómstra og almenn skoðanaskipti milli flokkssystkina séu grunnur að málefnum og stefnu flokks í t.d. bæjarmálum? Væntalega væri það kallað umræðupólitík, eða lýðræðisleg stjórnmálaumræða.
Eða er eðlilegra að hafa sterkan leiðtoga sem vísar vegin og "kennir" grasrótinni hvernig á að hugsa? Leiðtogapólitík væri það væntanlega kallað.
Í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, finnst mér hvorugt fyrirfinnast. Þar hefur ekki verið virk grasrót sem kastar milli sín stjórnmálaskoðunum, eða nýjustu bæjarmálum svo árum skiptir. Þar er heldur ekki oddviti eða leiðtogar sem hitta flokksmenn með reglulegu millibili til að ræða málin. Er það ekki í daglegu tali þá kallað útfararpolitík?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)