Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Stærðfræðikennsla í grunnskólum
28.11.2007 | 16:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innkaup á netinu
26.11.2007 | 14:46
Ég mæli með því að sérstakt ráðuneyti, nefnd eða stuðningshópur verði settur á laggirnar fyrir þá sem versla á netinu. Sérstaklega þegar verslað er á netinu utan Íslands. Það er ekki nóg með að sver flutningskostnaður bætist oft á tíðum við vöruna, heldur er smurt á gjöldum hér og þar við komuna til landsins. Hvað er svona STÓR-hættulegt við það að venjulegt fjölskyldufólk geti farið í beina samkeppni við verslanir hér á landi og keypt vörur í gegnum smásöluaðila erlendis hagstæðar en verið er að bjóða hér í verslunum? Er það eitthvað annað en heilbrigð samkeppni? Þarf ríkið endilega að fara að setja einhverja flókna tálma á innflutning á einum DVD disk hjá mér svo að ég hrökklist frekar í Elko eða Hagkaup og kaupi hann frekar þar? Eða þá velji skólatösku á 11.900 í Eymundsson í stað þess að kaupa hana á 500 krónur danskar á netinu? Er ekki kominn tími á smá samkeppni á þessum markaði og fella niður bullgjöld á fjölskyldur?
(Þetta er síðan fyrir utan það vandamál sem er að fá pakka í gegnum Íslandspóst sem virðist engann veginn anna eftirspurn og hef ég lent í því að endursending á vöru hafi komið á sama tíma heim til mín og upphaflega sendingin.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slegið á höndina
12.11.2007 | 08:35
Eftir síðustu hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands er spurning hvort loksins fari fólk að slaka á í sínum fjárfestingum og eyðslu. Mér finnst persónulega magnað hversu margir "geta" mætt helgi eftir helgi í Smáralind eða Kringluna, eða staðið fyrir utan opnun á nýrri stórverslun og labbað síðan út með "bestu tilboðin". Hvaðan koma allir þessir peningar sem fólk er að eyða? NB við erum að eyða peningum þegar við borgum, ekki að græða þá eins og sumir vilja halda.
Nú verð ég að viðurkenna að ég flokkast væntanlega í þann hóp sem kallast millistétt, er einhversttaðar í þeim stóra hópi manna sem er að berjast við að greiða greiðslusamningin, leikskólann , matinn í grunnskólanum osfrv. Það litla sem fellur aukalega til er síðan notað í föt á börnin eða eitthvað annað nauðsynlegt. Ef ég ætlaði að fara að taka upp þessar æfingar þá þyrfti ég væntanlega að fara að biðja um myndarlegri yfirdrátt, fara að ná mér í plast í fleiri gerðum og þar fram eftir götunum. Og til hvers? Er það virkilega svona massíft að geta horft á blue-ray eða setið í upphituð leðursæti í bílnum?
Fyrr eða síðar þá kemur að skuldadögum, og í dag vill Seðlabanki Íslands að við hættum að eyða. Ég helda að það sé nokkurn veginn ljóst. Það versta í þessu er að ef þeir sem slepptu því að mæta í Smáralindina um helgina sátu fyrir framan sjónvarpið og horfðu á Silfur Egils í staðinn eru komnir með lausn á þessu skammi frá Seðlabankanum. Þar var prófessor frá Háskólanum sem vildi meina að aðgerðir SB væru ætlaðar til að lækka verðbólgu en þær aðgerðir skiluðu ekki árangri. Ástæðan: Jú verðbólguvísitalan er samsett aðallega úr olíu og fasteignum. Eitthvað sem við höfum lítil sem engin áhrif á. Ef þetta tvennt er tekið út fyrir sviga þá er allt hér í lukkunar velstandi og engin vebólga. Óþarfa vaxtahækkanir trekk í trekk eru teknar með bundið fyrir augun.
Þar sem fólk er ekki að versla olíu eða fasteignir í Smáralind þá er þetta bara allt í lagi, næstu helgi verður eflaust erfitt að ná í stæði nógu nálægt helstu verslunarkjörnum. Á meðan sit ég heima hristi hausinn og yppi öxlum.