Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Í samræmi við hin Norðurlöndin
5.3.2007 | 08:37
Í þeirri lækkun skatt og gjalda núna 1. mars hefur yfirlýst markmið stjórnvalda verið að samræma matarverð við það sem er í gangi á Norðurlöndum. Ég bjó reyndar í Danmörku í rúm 2 ár, flutti þaðan árið 1994. Það kom mér á óvart við heimkomuna hversu gríðarlegur munur er á verði matvæla hér vs. Danmörk. Þetta kemur oft fram í könnunum sem Stöð 2 og RÚV eru með af og til þar sem starfsmenn stöðvanna í Danmörku eða öðrum löndum fara og versla sambærilega körfu og er versluð á sama tíma hér á landi. Munurinn er oftast 1/3. Það sem mér finnst oft gleymast í þessum samanburði er það hversu þroskaður matvælamarkaðurinn í Danmörku (sem dæmi) er. Þetta er ekki til að bæta ástand Íslands í þessum samanburði, því verðið á "körfunni" færi talsvert lækkandi ef þessi þroski væri tekinn með í reikninginn. Sem dæmi þá eru ákveðinn tilboð í gangi á nokkra vikna fresti í sumum verslunum. Ég verslaði t.d. mikið í ISO súpermarkaðnum og át óskaplega mikið af pasta. Ég var búinn að komast að því að ISO raðaði upp pastatilboði á c.a. 3ja vikna fresti. Þá var yfirleitt mikill afsláttur af öllu pasta og í versta falli fékk maður 1 pakka gefins ef maður keypti 3. Þannig gat maður hamstrað pasta á 3ja til 4ja vikna fresti og lækkað matarreikninginn. Sama máli gegnir um aðrar matvörur hvort sem það er ávextir eða álegg. Það var ósjaldan að maður færi með heilan poka af appelsínum (10 stykki) á gjafverði eða fengi 4 tegundir af áleggi (hægt að velja á milli) á 40 danskar (rúmlega 400 krónur). Þetta er enn svona og eftir að hafa skoðað tilboðsbækling ISO fyrir síðustu helgi hafa hlutirnir lítið breyst á þeim bænum. Þeir bjóða ennþá áleggið, er reynar komið í um 45 krónur, en það er hægt að skola því niður með 24 Heineken dósum á 89 krónur danskar (1050 ÍKR).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)