Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Er hanttræn hlýnun svindl?
20.6.2007 | 10:01
RÚV sýndi í gærkvöldi heimildarmyndina Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle. Þetta var að mörgu leyti merkilegur þáttur þar sem settar voru fram kenningar um að aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu væri ekki ástæða hlýnunar, heldur væri hlýnun jarðar orsök hækkunar CO2 og hlýnunin ætti sér eðlilegar ástæður. Meginástæða þeirrar umræðu um hnattræna hlýnun samkvæmt þáttarstjórnendum væri að stórum hluta fégræðgi pólitískra afla sem vildu gera allt til að koma sínu efni að. Þetta teygði sig síðan alla leið inn á fréttamiðla sem gætu ekki lengur hætt að fjalla um málið þar sem fréttaflutningur í dag byggðist á því að hlýnun jarðar væri af manna völdum.
Á sínum tíma sá ég Inconvenient Truth með Al Gore og leist mjög vel á frekar einfalda og þægilega framsetningu hans. En öfugt við ofangreindan þátt, byggði Gore sýnar kenningar á því að losun CO2 í andrúmsloftið væri orsök hitaaukningar. Nú er spurning hvor hefur rétt fyrir sér, Gore eða afhjúpararnir? Og munum við eftir 5-10 ár horfa til baka og segja "Já, djö... að trúa þessu með hlýnunina maður, við hefðum bara átt að kaupa okkur jeppa!". Eða munum við sjá eftir þessu öllum saman?
Hogan hefði ekki kvartað
13.6.2007 | 11:19
Um rúmu ári eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi vann Ben Hogan U.S. Open, en fætur hans fóru mjög illa í slysinu. Hann þurfti á mikilli meðferð að halda fyrir hvern hring, en ræddi það aldrei, heldur spilaði frábært golf þá fáu hringi sem hann spilaði hvert ár eftir slysið.
Það er gaman að bera svona goðsögn saman við kylfinga dagsins í dag sem mega ekki fá eymsl í úlnlið án þess að gera úr því fréttamat. Mickelson ætti að ræða minna um meiðslin og meira um golfið og láta það tala á vellinum á fimmtudaginn.
Mickelson hefur lítið getað æft vegna meiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Huldukind í Feneyjum
11.6.2007 | 20:13
Eftir að hafa horft á innslag í Kastljósinu nú rétt í þessu um listamann sem tók þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Íslands hönd er ég með eitt alveg á hreinu. Ég veit ekkert hvað list er lengur! Umræddur listamaður sýndi huldukind sem hann hafði fengið í gegnum miðil, eða það var kynnt þannig. Hún var geymd í huldukinda-geymslu sem hann hafði fengið smíðaða fyrir sig. Svo voru þarna álfaskór sem hann hafði líka fengið unna fyrir sig og þetta var allt eftir þessu. Á tímabili fannst mér listamaðurinn uppgötva fjarstæðu umræðunnar sem hann var að kynna og fá kjánahroll því hann lék um mig allan tímann sem verið var að sýna frá þessu.
Það er langt síðan ég keypti mér síðast listaverk, þá málað á striga með olíulitum af listamanni sem hjólaði með það hálfþornað til mín í Kaupmannahöfn til að sýna mér það. Sjálfur hjólatúrinn hefur eflaust verið list útaf fyrir sig. Ekki veit ég hvað menn eru að fá fyrir huldukindur og álfaskó í dag, en eitt er víst. Ég tek ekki þátt í þeirri eftirspurn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Velkominn í kerfið
7.6.2007 | 16:26
Lenti í því um daginn að leggjast inn á spítala. Var þar í tæpa viku. Umhugsun og hjúkrun var með besta móti en þegar kom að greiningu og læknaviðtölum þá leið mér eins og skinnkupakka á færibandi. Félagi minn sem er ansi vel tengdur inn í heilbrigðisgeirann bauð mig "velkominn í kerfið, svona væri þetta bara". Er það nauðsynlegt og mun þetta breytast með nýju hátæknisjúkrahúsi? Þetta mætti eflaust laga án þess að tengja það húsnæði eða hátækni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)