Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Pólitíkin í dag
28.10.2008 | 10:47
Fyrir einhverjum tíma skrifaði ég stuttan pistil um það sem ég kallaði útfarar-pólitík. Málið er að mínu mati hefur þessi stíll verið notaður of lengi í mörgu flokksstarfinu hér á landi. Útfarar-pólitík snýst um það að ekki er hlustað á það fólk sem er að taka þátt í flokksstarfinu, hugmyndir þess eru skoðaðar, jafnvel hlustað á þær á fundum en síðan lítið sem ekkert gert til að hafa þær að leiðarljósi við formun á stefnu flokksins í einu né neinu. Útfarar-pólitík er síðan fullkomnuð þegar oddvitar og forystumenn flokksins taka sér stöðu við að gera ekki neitt og láta eins og ekkert þurfi að gera.
Það er tími til kominn að láta útfarar-pólitíkina renna sitt skeið á enda og taka upp öflugt grasrótarstarf þar sem leitun að rétta fólkinu og réttu hugmydunum fer fram á leikvelli skoðana og samskipta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)