Velkominn í kerfið
7.6.2007 | 16:26
Lenti í því um daginn að leggjast inn á spítala. Var þar í tæpa viku. Umhugsun og hjúkrun var með besta móti en þegar kom að greiningu og læknaviðtölum þá leið mér eins og skinnkupakka á færibandi. Félagi minn sem er ansi vel tengdur inn í heilbrigðisgeirann bauð mig "velkominn í kerfið, svona væri þetta bara". Er það nauðsynlegt og mun þetta breytast með nýju hátæknisjúkrahúsi? Þetta mætti eflaust laga án þess að tengja það húsnæði eða hátækni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikmannakaup Liverpool
29.5.2007 | 09:35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í samræmi við hin Norðurlöndin
5.3.2007 | 08:37
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VSK lækkun af matvöruverði
26.2.2007 | 11:10
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umferðin
23.8.2006 | 09:27
Það að ferðast í bíl frá Hafnarfirði til Kópavogs á morgnana virka daga er allt annað en einfalt. Að jafnaði taka þessi herlegheit að lágmarki 10-15 mínútur þrátt fyrir að um einungis sé um fáeina kílómetra að ræða. Þetta getur auðveldlega farið vel yfir það.
Eftir tvíbreikkun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð virtist málið leysast að einhverju leiti. En það var eingöngu til þess að færa tappann nær Kaplakrika þar sem einbreiður vegur tók við í gegnum Garðabæ. Nú er fyrrnefnd tvíbreikkun varla farin að anna umferð og mega ekki lítil skakkaföll eiga sér stað til að teppur eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna fylgja í kjölfarið. Ég bind miklar vonir við þá tvíbreikkun sem á sér stað núna í gegnum Garðabæinn en það virðist vera eins og þetta sé verk sem ætli aldrei að enda. Allavega hefur þar lítið gerst fyrir leikmann eins og mig í allt sumar fyrir utan undirbúning mislægra gatnamóta við IKEA skrímslið. Annað hefur legið nánast óhreyft. Er ekki tími til kominn að klára?
En aftur að umferðinni. Þegar ekið er inn í minn heimabæ Hafnarfjörð er merkilega þröng aðkoma sem mætir manni. Reykjavíkurveginn er búið að mata með eyjum, bílastæðum og breikkuðum gangbrautum þannig að það þarft framhaldsnámskeið í ökuleikni til að koma sér niður að miðbæ. Þetta verðu seint kölluð skemmtileg heimreið, eins og þeir segja 'there is no second impression'. Ef við Hafnfirðirngar ætlum að markaðssetja okkar bæ sem vænlegan kosti fyrir framtíðar íbúa þá ættum við að byrja á byrjuninni sem er innkeyrslan inn í Hafnarfjörð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tiger á toppnum
21.8.2006 | 16:23
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarið er komið aftur!
29.5.2006 | 08:47
Jæja loksins kom sumarið aftur eftir hektískt frostakast. Það sér talsvert á gróðri og völlurinn minn er orðinn gulari en hann var fyrir 2 vikum síðan, sérstakelga í karganum. Það er óhætt að segja að gróður hefur hoppað c.a. 2 vikur til baka í þessu kasti. Hinsvegar var þetta ágætt þar sem ég spilaði einn minn bezta hring um helgina, 77 högg á Hvaleyrinni. Ekki slæmt og vonandi fyrirheit um gott golfsumar. Einnig prófaði ég Setbergsvöllinn á föstudaginn. Hann á aðeins eftir í land með grínin, en þau voru að mínu mati mjög mishröð. Hinsvegar býður Setbergið upp á skemmtilegt landslag fyrstu 2 holurnar og síðan þær holur sem liggja að hrauninu. Einnig býður 9/18 alltaf upp á djarfan leik þar sem hún er frekar stutt par 5.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný golf bók
24.5.2006 | 10:39
Sem mitt fyrsta blogg langar mig að ræða um bókina 7 laws of the golf swing. Þetta ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hvernig blogg verða birt hér.
Það má segja að þessi bók byggi svolítið á 5 fundamentals eftir Ben Hogan og er vitnað í hana í innganginum. Hér er farið mjög nákvæmlega yfir grip, stöðu, fótavinnu og baksveiflu svo eitthvað sé nefnt. Myndirnar í bókinni eru á köflum magnaðar og gefa mann góða mynd til að nota þegar komið er út á æfingasvæði. T.d. er myndin af gasi sem lekur í gegnum grip mjög góð sem og mynd af gormum í stað fóta í squat æfingunni.
Þeir sem eiga eða hafa lesið 5 fundamentals ættu að næla sér í eintak af 7 laws þar sem hún er nokkurs konar add on á þá bók.
Þessi bók fær nánast fullt hús hjá mér, það sem að mínu mati dregur hana niður er of mikið tal um læknisfræði sem á köflum er villandi og ekki alveg rétt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)