6 er alveg nóg!

Námsferill minn í grunnskóla er manni ekki ofarlega í huga þessa dagana.  Hinsvegar rifjast upp af og til atvik af og til þegar maður hjálpar börnum sínum með grunnskólamenntun sína. Það er oft merkilegt hvað hlutir breytast lítið yfir langan tíma.  Stjórnvöld til ríkis og sveita berja sér á brjósi um það að menntun barna okkar og þegna landsins sé í eins góðu standi og hugsast gæti.  Það er ágætt þegar maður les glansbæklingana fyrir kosningar að rifja það upp að raunveruleikinn getur verið annar. Þegar ég var í skóla var ég annaðhvort "heppinn" eða "óheppinn" með kennara. Ég man séstaklega eftir því þegar ég fékk 8.5 í landafræði og kennarinn kastaði til mín prófinu og leit á einkunnina.  "Iss það hefði verið nóg hjá þér að fá 6!" sagði hann.  Þetta hefur eflaust átt að vera hrós, en miðað við kennsluna sem hann bauð mér uppá þá hefði það verið kraftaverk að fá 6.  Ég þurfti sjálfur að hafa fyrir þessari einkunn heimavið með því að lesa bækurnar og gerði pabba og mömmu gráhærð á spurningum og endaði með því að þau tóku sér heila helgi í kennslu til að tryggja það að ég næði nú prófinu.  En hvað um það.

Spólum fram til dagsins í dag.  Málið er að ég er að lenda í svipuðum pakka með eitt af mínum börnum.  Kennslan sem er í boði er langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist.  Ég er búinn að biðja um athugun á þessu í skólanum en var vinsamlegast beðinn um að vera úti.  Ég fór þá til skólaskrifstofu míns bæjarfélags og var þar boðið uppá kaffibolla og að malið væri skoðað.  Ég hringdi í menntamálaráðuneyti og fékk þar að ræða við ágætiskonu sem bað mig vinsamlegast um að vera ekki að trufla þau þar sem þetta væri ekki þeirra mál.  Ég gæti bara talað við bæjarstjórann.  Ég er meira að segja búinn að fara aðeins lengra en þetta í kerfinu og svörin sem ég fæ eru "Þú getur verið mis-heppinn með kennara, ef þú ert óheppinn þá er það bara þannig.  Sættu þig við það"

Frábært!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband