Dagurinn í dag
2.7.2009 | 09:15
Núna hellast yfir mann allskyns leiðindafréttir eins og þungur foss úr hæstu hæðum. Hokinn gengur maður um daginn hugsandi um leiðinlegar stórkuldir þjóðarinnar og slæmt orðsport. Það er auðvelt í þessu að gleyma því sem er manni mikilvægast, eins og til dæmis dagurinn í dag. Við eigum að nýta þann tima sem okkur er gefinn en ekki taka hann sem gefinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Project Canada
4.2.2009 | 20:39
Rakst á mann um daginn sem sagði mér að skoða það að flytja til Canada go vinna þar, væri full þörf fyrir vinnandi fólki. Málið komið í gang.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað tekur svo við?
26.1.2009 | 08:55
Nú hafa mótmæli staðið yfir nánast sleitulaust frá síðasta þriðjudegi, búsáhaldabyltingin eins og sumir kalla það. Fólk hefur barið bumbur og ljósastaura til að láta í ljos óánægju sína. Það að krefjast breytinga og uppskera það sem hefur orðið nú, hlýtur að vera ákveðin viðurkenning fyrir mótmælendur. En áfram er haldið að mótmæla.
Dæmið er hinsvegar ósköp einfalt, við getum mótmælt þeim sem eru búnir að standa vaktina, og við getum haldið áfram að mótmæla þeim sem komu okkur í þessi vandræði. En fyrr eða síðar verðum við að hætta að mótmæla og gera okkur grein fyrir þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hann er óháður þeim sem sitja við völd og verður ekki mótmælt. Sama hversu mikið við viljum. Hef einhvernveginn á tilfinningunni að þessi veggur eigi eftir að reynast ansi mörgum harður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Armbeygju áskorun
14.1.2009 | 08:09
Hérna í vinnunni er það nýjasta nýtt að skora á vinnufélagana í armbeygjukeppni, og það enga smá. Markið er sett á eitt hundrað stykki og skal fylgja þar til gerðum leiðbeniningum að takmarkinu.
Hundrað armbeygjur, það er væntanlega ágætt að geta beygt sig niður og ýtt sér upp aftur það oft í einu. Set hinsvegar spurningamerki við svona áskoranir. Yfirleitt endast þær varla lengur en vannýtt þriggja mánaðakort. Það er hálf ömurlegt að hafa spanderað pening í hálf ónýtt kort til að mæta einungis næstu áramót til að endurtaka leikinn. Spurning hvaða áskorun verði hér næsta haust, eða áramót :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næstu 3 mánuðir
26.12.2008 | 11:20
Það er langt síðan maður hefur bloggað, enda hefur verið hálfgert system overload af bloggi undanfarið. Bloggsíður hafa sprottið upp eins og gorkúlur og engu líkara en að nýjasta útrásarformið (þá meint sem útrás fyrir tilfinningar) sé að skrifa um sínar upplifanir á bloggsíðu. Spurning hvort þetta hafi tilætluð áhrif og fækki ávísunum lyfseðla, en oft á tíðum er eins og fólk komist í enn meiri ham við sín bloggskrif.
Snjór um jólin hérna á höfuðborgarsvæðinu var kærkomin og þó þetta sé bara föl þá gefur hún ákveðna stemmingu sem einkennir þennan tíma. Næstu daga á að rigna. En nóg um veðrið
Hvernig verða fyrstu 3 mánuðir næsta árs? Þetta er spurning sem maður heyrir æ oftar. Helstu tölur eiga víst eftir að versna. Fleiri eiga eftir að mæla göturnar. Alvara kemst á ýtrustu úrræði húsnæðiseigenda. Einn sagði mér að annaðhvort Kringla eða Smáralind yrði tóm eftir árið. Þá var ekki átt við viðskiptavini. Vonandi, hugsar maður, vonandi rætist þetta ekki. Mér persónulega er sama um of-aukningu á verslunum. En með persónulega hagi fjölskyldna er væntanlega engum sama.
Undanfarin ár hafa verið flestum einstaklingum góð. Nánast hver einasti ökuskírteiniseigandi hefur getað verslað sér sinn draumabíl óháð staðgreiðslu. Ýmis viðtæki, eins og tjaldvagnar og hjólhýsi hafa verið hengd aftan í þessa vagna. Heimili hafa verið uppfærð eða endurnýjuð með lítilli aukningu á greiðslubyrði og áhætta tekin á hlutabréfamörkuðum þrátt fyrir litlar forsendur eða getu til þátttöku. Þetta er þó ekki ástæða kreppunar. Hinsvegar kemur hún illa við þá sem tóku mikinn þátt í skuldsetningum, og sérstaklega þá sem flugu hæst.
Næstu 3 mánuðir munu því miður líklegast draga tennurnar úr flestum sem standa höllum fæti peningalega séð, sérstaklega þeim sem hafa misst vinnu og eru illa fjármagnaðir. Hvernig tekið verður á vanda þeirra og hvernig komið verður í veg fyrir slíkt aftur mun móta okkar framtíðar þjóðfélag. Næstu 3 mánuðir verða mikilvægir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar leiðir í stjórnmálum
5.11.2008 | 09:02
Við sem þegnar þessa þjóðfélags höfum lítið fengið að taka þátt í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað vegna kreppunnar. Það er styrkjandi fyrir lýðræðið og gefur mun meira til baka þegar hægt er að taka þátt í umræðu og koma með innlegg sem hægt er að taka tillit til og rökræða á einhvern hátt.
Stjórnmálaflokkar sem senda sína fulltrúa í kosningar til að stjórna landi, hafa verið einstaklega lokuð fyrirbrigði. Undirritaður hefur tekið þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki góða reynslu af, hálfgerð skoðunarfælni á sér stað þar og grasrót orð sem ekki má viðhafa of hátt. Málið er að til að gera fólk virkt í umræðu og þátttöku á lausn vandans eins og sumir ríkisstjórnar-liðar vilja endilega leggja fram er nauðsynlegt að gera það ekki að einhliða verkefni. Opna verður grundvöll fyrir því að þeir sem hafa eitthvað til málana að leggja, stórt eða smátt, geti komið því á framfæri.
Í mínum huga eru 2 leiðir færar hér. Sú fyrri er gamaldagsleiðin og virkar á þann hátt að fólk mætir á sama stað (iðulega húsakynni stjórmálaflokka) og tjáir sig og tekur þátt í umræðu. Leggja þyrfti niður þá hallelúja stemmingu sem hefur einkennt minn flokk til að þetta takist með einhverju móti og oddvitar þurf að fara niður til fólksins á þann hátt að taka þátt í umræðunni í staðinn fyrir endalaust að halda að þeir geti leitt hana. Seinni leiðin væri að nýta sér tæknina. Mér finnst það hreinlega ótrúlegt enn í dag að á einhvern hátt sé ekki hægt að tjá sig á netinu í gegnum stjórnmálaflokka. Ef farið er inn á xd.is er engin leið að koma skoðunum sínum á framfæri eða taka þátt í neinni umræðu á skipulagðan hátt. Ég get hinsvegar á stuttum tíma rætt stöðu einstakra liða í ensku úrvalsdeildinni út í þaula á íslenskum spjallsíðum sem er þokkalega vel stjórnað. Mörgum af þessum síðum er haldið út í sjálfboðavinnu. Þetta hlýtur að skjóta skökku við og að mínu mati sínir ákveðið metnaðarleysi stjórnmálaflokka og það að þetta sé top-down stemming sem ræður ríkjum en ekki bottum-up. Valdið á að koma frá kjósendum en ekki öfugt eins og virðist vera núna. Hugmyndir í dag og umræða á að koma þaðan og þátttaka í þeim á að vera allra, dyrum á ekki að vera lokað og þögnin ekki að ráða.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitíkin í dag
28.10.2008 | 10:47
Fyrir einhverjum tíma skrifaði ég stuttan pistil um það sem ég kallaði útfarar-pólitík. Málið er að mínu mati hefur þessi stíll verið notaður of lengi í mörgu flokksstarfinu hér á landi. Útfarar-pólitík snýst um það að ekki er hlustað á það fólk sem er að taka þátt í flokksstarfinu, hugmyndir þess eru skoðaðar, jafnvel hlustað á þær á fundum en síðan lítið sem ekkert gert til að hafa þær að leiðarljósi við formun á stefnu flokksins í einu né neinu. Útfarar-pólitík er síðan fullkomnuð þegar oddvitar og forystumenn flokksins taka sér stöðu við að gera ekki neitt og láta eins og ekkert þurfi að gera.
Það er tími til kominn að láta útfarar-pólitíkina renna sitt skeið á enda og taka upp öflugt grasrótarstarf þar sem leitun að rétta fólkinu og réttu hugmydunum fer fram á leikvelli skoðana og samskipta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfæfing í frosti
15.4.2008 | 16:28
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný tilraun í baráttu við sykursýki
1.3.2008 | 14:46
Rakst á eftirfarandi grein á BBC sem vitnar í New Scientist. Hér er á ferðinni tilraun sem hefur eingöngu verið reynd á músum, en með lyfjakokteil var hægt að koma í veg fyrir niðurbrot beta-fruma og myndun insúlíns á ný. Undanfarið hefur maður eingöngu rekist á rannsóknir á þessu sviði sem tengjast stofnfrumum, gaman að sjá að það er meira að gerast:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/7267586.stm
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6 er alveg nóg!
25.2.2008 | 15:19
Námsferill minn í grunnskóla er manni ekki ofarlega í huga þessa dagana. Hinsvegar rifjast upp af og til atvik af og til þegar maður hjálpar börnum sínum með grunnskólamenntun sína. Það er oft merkilegt hvað hlutir breytast lítið yfir langan tíma. Stjórnvöld til ríkis og sveita berja sér á brjósi um það að menntun barna okkar og þegna landsins sé í eins góðu standi og hugsast gæti. Það er ágætt þegar maður les glansbæklingana fyrir kosningar að rifja það upp að raunveruleikinn getur verið annar. Þegar ég var í skóla var ég annaðhvort "heppinn" eða "óheppinn" með kennara. Ég man séstaklega eftir því þegar ég fékk 8.5 í landafræði og kennarinn kastaði til mín prófinu og leit á einkunnina. "Iss það hefði verið nóg hjá þér að fá 6!" sagði hann. Þetta hefur eflaust átt að vera hrós, en miðað við kennsluna sem hann bauð mér uppá þá hefði það verið kraftaverk að fá 6. Ég þurfti sjálfur að hafa fyrir þessari einkunn heimavið með því að lesa bækurnar og gerði pabba og mömmu gráhærð á spurningum og endaði með því að þau tóku sér heila helgi í kennslu til að tryggja það að ég næði nú prófinu. En hvað um það.
Spólum fram til dagsins í dag. Málið er að ég er að lenda í svipuðum pakka með eitt af mínum börnum. Kennslan sem er í boði er langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist. Ég er búinn að biðja um athugun á þessu í skólanum en var vinsamlegast beðinn um að vera úti. Ég fór þá til skólaskrifstofu míns bæjarfélags og var þar boðið uppá kaffibolla og að malið væri skoðað. Ég hringdi í menntamálaráðuneyti og fékk þar að ræða við ágætiskonu sem bað mig vinsamlegast um að vera ekki að trufla þau þar sem þetta væri ekki þeirra mál. Ég gæti bara talað við bæjarstjórann. Ég er meira að segja búinn að fara aðeins lengra en þetta í kerfinu og svörin sem ég fæ eru "Þú getur verið mis-heppinn með kennara, ef þú ert óheppinn þá er það bara þannig. Sættu þig við það"
Frábært!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)